Samanburður á úrslitum skuggakosninga ungmenna og sveitarstjórnarkosninga

0
1214
Við talningu atkvæða úr kjörkössum skuggakosninganna. Sigrún Steinarssdóttir formaður ungmennaráðs og Arndís Magnúsdóttir.

Skuggakosning fór fram samhliða sveitarstjórnarkosningum í Sveitarfélaginu Hornafirði, kosið var í öllum kjördeildum í sveitarfélaginu. Ungmennaráð sveitarfélagsins stóð fyrir kosningunni líkt og í síðustu forsetakosningum.
Ágæt kosningaþátttaka var meðal unga fólksins eða 53,42% og virðist sem þau kjósi frekar á kjörstað samhliða foreldrum sínum miðað við þátttöku í skuggakosningum framhaldskólanna sem haldnar voru í framhaldsskólum landsins en þar var meðaltals kjörsókn 35,28%. 146 voru á kjörskrá í Sveitarfélaginu Hornafirði á aldrinum 13-17 ára.
Kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningunum var 78,6% og var um það rætt á kjörstöðum hve margir af ungu kynslóðinni komu til að kjósa sem höfðu aldur til. Talið er að það tengdist því að yngra fólkið tók þátt í skuggakosningum samhliða forsetakosningum árið 2016. Það sýnir að það er líklegt að þátttaka í skuggakosningum geti leitt til frekari kjörsóknar. Við höldum okkur bara við þá útskýringu í bili að minnsta kosti.
Ekki er mikill munur á niðurstöðum skuggakosninganna og sveitarstjórnarkosninganna en þó einhver prósentulega séð. Sama forrit var notað til útreikninga til að fá sömu niðurstöður sbr. röðun fulltrúa eftir atkvæðum ofl.

 

tafla_1

tafla_2

Ungmennaráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar þakkar öllum sem tóku þátt í skuggakosningunni.