Sorphirðumál

0
1278

Á heimasíðu Sveitarfélagsins Hornafjarðar er nú opin könnun um hvort íbúar séu ánægðir með breytingar í sorpmálum. Ekkert nema gott um það að segja. En það vakti upp upp nokkrar spurningar hjá mér. Og er ekki bara best að henda þeim fram svona í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga?

  1. Eruð þið sveitarstjórnarmenn ánægðir með breytingarnar sem gerðar voru í sorpmálum sýslunnar?
  2. Hve mikið hækkaði kostnaðurinn við hreinsun eftir að búið var að leiðrétta tunnufjölda og breyta yfir í 3 vikna losun?
  3. Hver er ávinningurinn í tölum eftir þann tíma sem liðinn er frá breytingum.
  4. Hvernig er ferlið með lífræna úrganginn? Er moltugerðin komin vel á veg?
  5. Er timburkurl aðgengilegt fyrir íbúa?
  6. Hversu mikið hefur það sem er urðað í Lóni minnkað að þyngd og ummáli, miðað við sömu mánuði síðustu ár?

Gaman væri að fá svör við þessu, ég veit að ég er ekki hlutlaus! En kannski einmitt þess vegna hef ég fylgst með þessum málaflokk og finnst eins og mjög fá af þeim atriðum sem virtust vera “stóru” málin í útboðinu hafi í raun ekki breyst mjög mikið.
Ég held líka að þar sem grein með kostnaðartölum vegna málaflokksins sem Sæmundur Helgason birti í Eystrahorni fyrir u.þ.b ári síðan, þá væri gott og fróðlegt fyrir okkur öll í Sveitarfélaginu að sjá núna hvað hefur áunnist.

Þorbjörg Gunnarsdóttir