Vetraropnun í Gömlubúð

0
1682
Gamlabúð

Til þess að koma til móts við aukinn fjölda ferðamanna á svæðinu yfir vetrartímann, höfum við tekið þá ákvörðun að lengja vetrar-opnunartímann í Gömlubúð. Frá og með 1. október verður opið frá kl. 9 til 17, alla daga vikunnar. Við viljum einnig minna ferða­þjónustuaðila á að okkur er það ljúft og skylt að taka á móti hópum, stórum sem smáum, á opnunartíma og kynna starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs. Hafa þarf samband við starfsfólk til þess að bóka kynningu.
Vinna á heildstæðri skrá yfir ferðaþjónustuaðila í sýslunni hefur staðið yfir í sumar, og verður hún send út innan skamms. Við viljum biðja þá aðila sem eru í einhverri ferðaþjónustu, hvort sem þeir eru með gistingu, veitingastað eða afþreyingarferðir, og telja sig ekki vera á þessum lista, að hafa samband við okkur. Einnig þætti okkur vænt um að fá upplýsingar um opnunartíma.
Að lokum viljum við minna á litlu verslunina okkar, en þar fást meðal annars bækur, póstkort og veggspjöld.

Helga Árnadóttir , helga@vjp.is
Steinunn Hödd Harðardóttir, steinunnhodd@vjp.is