50 ára afmæli þjóðgarðs í Skaftafelli

0
1177

Laugardaginn 24. nóvember kl. 13-15 verður dagskrá í Skaftafelli til að fagna 50 ára afmæli þjóðgarðs en reglugerð um stofnun þjóðgarðs í Skaftafelli tók gildi árið 1968.
Í tilefni dagins koma góðir gestir í heimsókn og á mælendaskrá eru:

  • Helga Árnadóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði.
  • Anna María Ragnarsdóttir, sem ólst upp í Skaftafelli, dóttir Ragnars Stefánssonar og Laufeyjar Lárusdóttur sem ásamt Jóni Stefánssyni seldu ríkinu Hæðir og Sel í Skaftafelli til að hægt væri að stofna þar þjóðgarð.
  • Guðlaugur Heiðar Jakobsson, sem mælir fyrir hönd systkinanna sem ólust upp í Bölta í Skaftafelli.
  • Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands og Helgi Björnsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands segja frá þekkingu sinni og rannsóknum í Skaftafelli og nágrenni.
  • Sara Hrund Signýjardóttir og Urður Ýrr Brynjólfsdóttir, landverðir segja frá fjölbreyttum störfum og áskorunum landvarða í Skaftafelli.

Um tónlistaratriði sjá Jón Bjarnason á harmonikku og Sara Hrund Signýjardóttir á gítar. Boðið verður upp á kaffi og veitingar.

Til þess að auðvelda skipulagið værum við þakklát fyrir að þeir sem hafa hug á að mæta og fagna þessum tímamótum með okkur tilkynni þátttöku sína með því að senda póst á netfangið sigrun@vjp.is. Í afmælisveislunni geta gestir skráð bílnúmerin til að hægt sé að fella niður þjónustugjald fyrir ökutækin. Við viljum svo hvetja þá sem koma lengra að, að huga að umhverfinu með því að sameinast í bíla, sé það möguleiki.

Með vinsemd,
fyrir hönd starfsfólks Vatnajökulsþjóðgarðs á suðursvæði
Helga Árnadóttir, þjóðgarðsvörður