Uppbyggingarsjóður Suðurlands

0
1357

Uppbyggingarsjóður Suðurlands er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að veita styrki til áhugaverðra verkefna. Sjóðnum er skipt í tvo flokka, annars vegar atvinnuþróun og nýsköpun þar sem markmiðið er að styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni ásamt því að styðja við fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi og hins vegar menningu sem hefur það að markmiði að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi.
Um 50% verkefna sem sækja um í sjóðinn hafa að jafnaði fengið úthlutað og er ekkert hámark á einstökum styrkveitingum. Þar sem um samkeppnissjóð er að ræða er mikilvægt að vanda til verka til að auka líkurnar á að verkefnið verði fyrir valinu.
Á þessu ári eru starfandi fyrirtæki sérstaklega hvött til að sækja um í sjóðinn.

Ráðgjöf í Nýheimum þekkingarsetri

Kristín Vala Þrastardóttir
Kristín Vala Þrastardóttir
Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir
Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir

Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Ráðgjafar eru dreifðir vítt og breytt um Suðurland sem búa yfir mismunandi reynslu og þekkingu. Hér í Hornafirði hefur Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir sinnt því hlutverki og er hún með aðsetur í Nýheimum. Guðrún fer í fæðingarorlof í október og mun þá Kristín Vala Þrastardóttir leysa hana af. Kristín Vala er hefur lokið meistarnámi í menningarstjórnun og hefur starfað sem verkefnastjóri í Nýheimum undanfarið eitt og hálft ár.
Nánari upplýsingar um ráðgjöf má finna á vef SASS, www.sass.is/radgjof eða með því að senda fyrirspurn til Kristínar Völu á netfangið kristinvala@nyheimar.is
Úthlutunarreglur, leiðbeiningar við gerð umsókna og viðmið við mat á umsóknum er að finna á heimasíðu SASS, www.sass.is/uppbyggingarsjodur.
Umsóknir skulu berast rafrænt í gegnum vef SASS, fyrir kl. 16.00 þann 9. október 2018.