Íbúar sveitarfélagsins njóta góðs af nýja klippikortinu

0
1205
image001
Megnið af því sem skilað er inn á endurvinnslusvæðið er endurnýtt með einum eða öðrum hætti og breytist því úr úrgangi í verðmæti. Fyrir skil á slíkum úrgangi þarf ekki að greiða.
En sumt þarfnast kostnaðarsamrar meðhöndlunar og í þeim tilfellum þarf að borga.
Það er mjög mikilvægt að flokka rétt. Þannig komum við í veg fyrir sóun verðmæta og tryggjum að fólk greiði aðeins þegar við á.

Hólf fyrir lífrænan úrgang.

Ógjaldskyldur og gjaldskyldur úrgangur

Tekið verður á móti ógjaldskyldum úrgangi  án greiðslu en klippt verður fyrir gjaldskyldan úrgang (blái kassinn). Ekki er klippt fyrir gjaldfrjálsan úrgang (græni kassinn) Hvert klipp gildir fyrir 0,25 m3 sem samsvarar 240 l. heimilistunnu. Á hverju korti eru 16 klipp sem duga samtals fyrir 4 m3.  Að öllu jöfnu á kortið að gilda út árið. Klárist kort þá verður hægt að kaupa aukakort í afgreiðslu Ráðhúss. Hvert aukakort kostar 8.000 kr.
Áríðandi er að skoða vel hvaða flokkar eru gjaldskyldir, ef sorpið er vel flokkað á kortið að endast lengur. Með því erum við að vernda umhverfið og standa að málum á hagkvæman hátt. Markmiðið er að láta sem mest fara í endurvinnslu og eins lítið og mögulegt er til urðunar.

Hvað gera leigjendur?

Leigjendur fasteigna verða að semja við sinn leigusala um að fá afhent klippikort þess sem greiðir sorphirðugjöld af hinni leigðu eign, eða kaupa aukakort í afgreiðslu Ráðhúss. Leigusala ber ekki skylda til að afhenda kort þótt æskilegt væri að sá háttur væri hafður á. Leigjendur íbúðahúsnæðis á vegum sveitarfélagsins fá afhent klippikort í afgreiðslu Ráðhúss.

Fyrirtæki

Sveitarfélaginu er ekki skylt eða heimilt að sjá um fyrirtæki, skv, reglugerð um meðhöndlun úrgangs nr, 737/2003 í 13. gr. segir: Rekstraraðilar sem úrgangur fellur til hjá skulu sjá um flutning og bera kostnað vegna meðhöndlunar. Það eru fyrirtæki hér í sveitarfélaginu sem bjóða upp á að hirða hjá rekstaraðilum bæði flokkað og óflokkað.
Fyrirtæki í sveitarfélaginu þurfa að greiða fyrir þann úrgang sem þau losa sig við.