Kvöldstund með KVAN

0
612

Í starfi Nýheima þekkingarseturs með ungu fólki hefur komið fram að ungmenni í Hornafirði telji sig skorta fræðslu á víðum grunni.
Á námskeiðinu Öflug ung forysta sem setrið hélt fyrir ungt fólk í desember síðastliðnum kom m.a. fram áhugi ungmenna á valdeflandi fræðslu og stungu ungmennin uppá að fá KVAN í heimsókn fyrir ungt fólk í sveitarfélaginu. Nú hefur náðst samkomulag um að KVAN sendi Elvu og Gunnar, reynda þjálfara KVAN til Hafnar næsta mánudag, 28. september til að spjalla við unga fólkið á svæðinu í boði Nýheima þekkingarseturs.
Kvöldstund með KVAN er hugsuð fyrir ungmenni á aldrinum 16 til 20 ára, kvöldstundinni er stýrt af þjálfurum KVAN sem fara munu yfir mikilvæga þætti svo sem þrautseigju, áhrif okkar og kröfur samfélagsins fléttað saman í skemmtilegt og fræðandi erindi auk þess að gefa verkfæri sem nýtast út lífið.
Mikilvægt er að skrá sig svo nægar veitingar verði til handa öllum og hægt sé að tryggja viðeigandi sóttvarnir, skráning er hjá Kristínu Völu verkefnastjóra Nýheima þekkingarseturs, (s: 470-8089 /690-1184, email: kristinvala@nyheimar.is)
Finndu okkur á facebook Nýheimar þekkingarsetur og Kvöldstund með KVAN