2 C
Hornafjörður
8. febrúar 2023

Strandhreinsun á Breiðamerkursandi

Síðastliðinn laugardag, þann 16. september, á Degi íslenskrar náttúru fór fram viðamikil strandhreinsun á Breiðamerkursandi. Ákveðið var að byrja á hreinsun strandlengjunnar frá Reynivallaós í austri og að Jökulsá í vestri sem varð hluti að Vatnajökulsþjóðgarði í sumar. Þátttaka var góð, en um 50 vaskir sjálfboðaliðar mættu og létu til sín taka og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna. Mikil...

Styrkur til þróunar náms

Miðvikudaginn 30. ágúst var skrifað undir samning um styrkveitingu til að þróa nám í afþreyingarferðaþjónustu. Styrkurinn er undir merkjum menntaáætlunar Evrópusambandsins, Erasmus + og er til þriggja ára. Styrkupphæð er um 45 milljónir og er þetta hæsti styrkur sem var veittur á vegum menntaáætlunarinnar í ár á Íslandi. Samstarfslöndin eru Ísland, Skotland og Finnland. Auk FAS koma Rannsóknasetur Háskóla Íslands...

Skilaboð frá krökkunum til ökumanna

Nú er nýafstaðin umferðarvika, 4. til 9. september, í leik­skólanum Sjónarhól. Unnu krakkarnir þar sam­­visku­lega að verkefnum tengdum umferðaröryggi auk þess sem lögreglan kíkti í heimsókn. Þá könnuðu krakkarnir bílbeltanotkun á gatnamótum Hafnar- og Víkurbrautar. Kom sú könnun ekki nægilega vel út að þeirra mati og vilja krakkarnir beina því til ökumanna og farþega í bifreiðum að nota bílbelti....

Dagur íslenskrar náttúru – strandhreinsun

Vatnajökulsþjóðgarður, Sveitarfélagið Hornafjörður og stofnanir Nýheima í samstarfi og með stuðningi landeigenda og fyrirtækja á Hornafirði standa fyrir strandhreinsun á degi íslenskrar náttúru, laugardaginn 16. september. Í ár ber Alþjóða strandhreinsunardaginn upp á sama dag og er því við hæfi að tileinka daginn strandlengju sveitarfélagsins og hafinu. Ætlunin er að hreinsa afmarkað svæði á Breiðamerkursandi frá Reynivöllum að Kvíármýrarkambi. Hluti...

Fjölmenni og fjör við opnun gönguleiðarinnar Mýrajöklar

Gönguleiðin Mýrajöklar, sem er annar hluti Jöklaleiðarinnar, var opnuð formlega í Haukafelli fimmtudaginn 31. ágúst sl. Við sama tilefni var vígð ný göngubrú yfir Kolgrafardalsá sem opnar gönguleið frá Haukafelli að Fláajökli. Gönguleiðin tengir saman svæði þriggja skriðjökla, Fláajökuls, Heinabergjökuls og Skálafellsjökuls, sem saman mynda Mýrajökla. Leiðin nær frá Haukafelli að Skálafelli og er um 22 km að löng. Alls...

Nýjustu færslurnar

3.tbl 2023

Hægt er að niðurhala blaðinu í .pdf formi HÉR

2.tbl 2023