2 C
Hornafjörður
19. apríl 2024

Lokaverkefni í sjónlist

Þann 17. febrúar síðastliðinn var sett upp sýning tveggja nemenda við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu í sjónlist en verkin voru unnin á síðastliðinni haustönn. Ekki hefur verið stund eða staður til að sýna þessi verk fyrr en núna og verða verkin til sýnis í anddyri bókasafnsins í Menningarmiðstöð Hornafjarðar í Nýheimum Daníel Snær Garðarsson sýnir ljósmyndir af teikniæfingum en...

Fjölskyldumiðstöð

Nú standa yfir framkvæmdir við endurbætur við húsnæðið við Víkurbraut 24 sem áður hýsti leikskólann Krakkakot. Húsnæðið mun hýsa Fjölskyldumiðstöð, félagsmálasviðið flytur þangað í heild sinni ásamt heimaþjónustudeild og málefni fatlaðs fólks. Aðstaða fyrir þennan málaflokk hefur verið á hrakhólum undanfarin ár. Á sviðinu starfa í heild um 25 manns þegar allt er tiltekið og þjónustuþegar eru...

Takk fyrir stuðninginn

Félagar í Kiwanisklúbbnum ÓS þakka fyrir þann stuðning og hlýhug sem Hornfirðingar sýndu með stuðningi sínum í jólatréssölu klúbbsins fyrir jólin. Þessi stuðningur hefur þegar verið sendur áfram til þeirra sem á þurftu að halda yfir hátíðirnar og vonum við að þetta framtak okkar með ykkar hjálp hafi gefið þeim sem á þurftu að halda, ástæðu til...

Unglingadeild Björgunarfélags Hornafjarðar

Innan Björgunarfélags Hornafjarðar starfar Unglingadeildin Brandur og hefur gert það með misjafnlega löngum hléum í fjöldamörg ár. Unglingadeildin var síðast endurvakin árið 2014 og hefur starfað óslitið síðan. Í starfi unglingadeilda fá unglingarnir kynningu og innsýn á starf björgunarsveita og er góður grunnur að áframhaldandi starfi með björgunarsveitum, öðrum viðbragðsaðilum, eða fyrir framtíðina. Meðal þess sem farið...

Fyrir 30 árum

Í 6. tölublaði Eystrahorns sem kom út fimmtudaginn 7. febrúar árið 1991 birtist þetta skemmtilega viðtal við unga upprennandi tónlistarmenn á Hornafirði. Kannist þið við drengina ? Bílskúrsbandið Ef gengið er um Austurbrautina seinni part dags má stundum heyra trumbuslátt mikinn úr bílskúr einum. Þarf hafa þrír ungir...

Nýjustu færslurnar

Ströndin á Horni 1873

Gísli Sverrir Árnason Sjóslysanna miklu fyrir 150 árum minnstAðfaranótt 7. mars 1873 fórst fjöldi franskra fiskiskipa við Horn...