gímaldin og Lúðrasveit Hornafjarðar leika saman: Big Country Ball með Brie

0
249

Þann 30. október munu gímaldin og Lúðrasveit Hornafjarðar leika gítarverkið Big Country Ball með Brie á Hafinu. Um er að ræða 20
mínútna tónverk yfir synþagrunn og 15 manna lúðrasveit leikur allar hljómsveitarraddir.
gímaldin dvaldi á Höfn um skeið við önnur störf og stóð lengi til að gera verkefni með Jóhanni Morávek og lúðrasveitinni sem skipuð er elstu nemendum Tónskóla A-Skaftafellssýslu og fullorðnum áhugaspilurum.
Big Country Ball með Brie er 6. innleggið í seríuna Kinly Related Metal Reggaes sem hefur verið í vinnslu síðan 2012 og 5. innleggið,
Jessica Joneses own Ringtone Reggae Theme Song var flutt á Fagurhólsmýri í fyrra.
Grunnhugmyndin á bakvið Kinly seríuna snýr einhverju leyti að því að leiða saman lág- og hákúltúr – eða aðrar mögulegar andstæður; þungarokk, tölvuleikjatónlist og sinfóníska – þjóðlaga, etnísk element, lifandi einleikskafla og samplaða rafmagnstónlist – persónur úr framhaldsþáttum, teiknimyndasögum, leikara í Kaliforníu og raunverulegt fólk. Hvert verk stefnir að því að skapa tímabundinn heim þarsem allir þessu ólíku og stundum illa samrýmanlegu einingar getadeilt rými og tíma.
Að þessu sinni er farin aðeins öðruvísi leið að framsetningu verksins, því tónsmiðurinn útsetur sjálfur alla parta í fyrri verkum. Í Big Country Balli voru aukaraddirnar einungis skrifaðar út, tiltölulega óunnar og settar alfarið í hendurnar á Jóhanni að laga að sinni hugmynd og hljómsveit. Þess má geta að auk fastagrúppunnar verða 2 gestahljóðfæraleikarar með lúðrasveitinni að þessu sinni.
Verkefnið er framkvæmt með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði SASS og kunnum við þeim allar þakkir og góðar.
Flutningur verður sem áður segir á Hafinu, sunnudaginn 30. október
klukkan 16.00 og er frítt inn.