Áformað er að bjóða upp á þjónustuslátrun sauðfjár og geita í sláturhúsinu á Höfn nú á haustmánuðum.
Eingöngu er um að ræða slátrun fyrir þá sem hyggjast taka afurðir sínar heim.
Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þessa þjónustu eru beðnir um að hafa sem fyrst samband við Eyjólf Kristjónsson í síma 840-8871 Netfang: harpaey@simnet.is eða Hermann Hansson í síma 895-2181 Netfang: hermann@eldhorn.is og gefa upp áætlaðan fjölda og óskir um sláturtíma, sem áætlaður er á tímabilinu 21. til 30. september og 19. til 24. október n.k.
Sláturfélagið Búi svf.