Útskrift hjá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu

0
1674
Mynd: Sigurður Mar

Þann 26. maí fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifuðust 14 stúdentar, einn nemandi lýkur framhaldsskólaprófi, einn nemandi lýkur námi í fjallamennsku, fjórir útskrifast af fisktæknibraut, einn nemandi útskrifast úr tækniteiknun og fimm nemendur af sjúkraliðabraut.
Nýstúdentar eru: Amalía Petra Duffield, Ágúst Máni Aðalsteinsson, Áróra Dröfn Ívarsdóttir, Hildur Ósk Hansdóttir Christensen, Ísabella Ævarsdóttir, Janus Gilbert Stephensson, Júlía Þorsteinsdóttir, Kristófer Laufar Hansson, Lukka Óðinsdóttir, Ólöf María Arnarsdóttir, Patrycja Rutkowska, Sigurbjörg Karen Hákonardóttir, Sólveig Ýr Jónsdóttir og Sunna Dögg Guðmundsdóttir.
Af fisktæknibraut útskrifast: Pálmi Snær Brynjúlfsson, Sigrún Stefanía Ingólfsdóttir, Sigurbjörg Einarsdóttir og Skúli Ingólfsson.
Auðbjörn Atli Ingvarsson útskrifast af framhaldsskólabraut. Birkir Atli Einarsson útskrifast úr fjallamennskunámi og Rannveig Einarsdóttir úr tækniteiknun.
Guðbjörg Guðlaugsdóttir, Heiða Vilborg Sigurbjörnsdóttir, Inga Jenný Reynisdóttir, Mahder Zewdu Kebede og Stefanía Hilmarsdóttir útskrifast af sjúkraliðabraut frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.
Bestum árangri á stúdentsprófi að þessu sinni náði Ágúst Máni Aðalsteinsson.