Jólahátíð Sveitarfélagsins Hornafjarðar

0
1314

Efnt var til jólahátíðar Sveitarfélagsins Hornafjarðar síðastliðin laugardag og fór hún fram í Nýheimum og Miðbæ. Í Miðbæ var markaður þar sem handverksfólk og aðrir buðu varning til sölu . Í Nýheimum var hægt að horfa á skemmtilega jólamynd í fyrirlestrasalnum, Nemendafélag FAS sá um veitingasölu í kaffiteríunni. Á bókasafninu bauðst krökkum að fá andlitsmálningu og jólalegar kórónur. Nokkrir jólasveinar kíktu í heimsókn og gáfu börnunum klementínur, sem eru svo einkennandi fyrir þennan árstíma. Hátíðinni lauk þegar ljósin voru tendruð á bæjarjólatrénu sem stendur við Miðbæ. Hér fylgja nokkrar myndir sem starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar tóku.