Íslandsmót í Hornafjarðarmanna

0
1959

Þórhildur Kristinsdóttir er nýkrýndur Íslandsmeistari í Hornafjarðarmanna en keppnin var haldin í 20. skipti þann 18. apríl. Í úrslitum glímdi hún við Rúnar Þór Gunnarsson og Hróðmar Magnússon fv. Íslandsmeistara.
Þórhildur spilaði í úrslitum árið 2008, var þá 12 ára efnilegur spilari.
Þessir þrír stórspilarar tengjast inn í öflugar hornfirskar spilaættir. Þinganes, Snjólfar og Vallarnes. Hornafjarðarmanni er samt sem áður meira leikur en keppni.
Skaftfellingafélagið í Reykjavík stóð fyrir keppninni í ár en frá árinu 1998 hefur Albert Eymundsson séð um útbreiðslu manna-spilsins.
Góð verðlaun voru í boði fyrir þrjú efstu sæti og komu þau frá ferðaþjónustuaðilum. Hótel Höfn gaf gistingu fyrir tvo, Árnanes gaf kvöldverð fyrir tvo og sigling fyrir tvo á Fjallsárlóni. Auk þess fylgir farandgripur sigurvegaranum.
Það er mikill félagsauður í Hornafjarðarmanna. Hann tengir saman kynslóðir en Hornafjarðarmanninn hefur lengi verið spilaður í Hornafirði og breiðst þaðan út um landið, meðal annars með sjómönnum og því hefur nafnið fest við spilið.
Talið er að séra Eiríkur Helgason í Bjarnanesi (1892-1954) hafi verið höfundur þess afbrigðis af manna sem nefnt hefur verið Hornafjarðarmanni. En Hornafjarðarmanni sker sig frá öðrum afbrigðum manna með því að spilari á hægri hönd við gjafara velur samning með því að skipta spilastokki