Forvarnardagurinn 2018

0
1116

Nokkur orð um forvarnir og mikilvægi þeirra.
Í nútíma samfélagi þar sem hraðinn er orðinn meiri og tíminn lítill er mjög mikilvægt að efla vitund fólks og vitneskju um gæði þess að stunda heilbrigða lífshætti. Heilsuefling þarf að vera byggð á því að sem flestir taki þátt bæði heilbrigðiskerfið en einnig aðrir sem standa utan hefðbundinnar heilbrigðisþjónustu. Forvarnir miða að því að bæta heilbrigði, fyrirbyggja sjúkdóma og gera okkur þannig kleift að greina frávik svo beita megi snemmtækri íhlutun og hindra þannig sjúkdóma og fylgikvilla þeirra.
Forvarnardagur ÍSÍ er 3. október og hann er einmitt helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, þetta eru ráð sem eiga erindi við allar fjölskyldur á landinu.
Ungmenni sem verja í það minnsta einni klukkustund á dag með fjölskyldu sinni eru síður líkleg til að neyta fíkniefna.
Ungmenni sem stunda íþróttir og skipulagt æskulýðsstarf eru síður líkleg til að neyta fíkniefna.
Því lengur sem ungmenni bíða með neyslu á áfengi þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð.
Það er mikilvægt að við sem fjölskyldur og samfélag stöndum saman því fíkniefni minnka lífsgæði fólks svo um munar. Neysla á fíkniefnum skerðir frelsi þeirra sem neyta þeirra, rænir þau tækifærum og upplifunum, hindrar þau í því að láta drauma sína rætast.
Tökum höndum saman, skiptum okkur af, sýnum áhuga, gefum okkur tíma, hvetjum ungmennin okkar áfram og tökum ábyrgð.

Ragnheiður Rafnsdóttir, skóla­hjúkrunarfræðingurragga
Grunnskóla Hornafjarðar og Framhaldsskólans í A-Skaftafellssýslu.